Arnþór kom Blikum í úrslit

Rolf Toft úr Víkingi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson úr Breiðabliki …
Rolf Toft úr Víkingi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson úr Breiðabliki í leiknum í dag. mbl.is/Ómar

Breiðablik leikur til úrslita í Lengjubikar karla í knattspyrnu eftir sigur á Víkingi úr Reykjavík, 1:0, í viðureign liðanna á gervigrasvelli Víkings í Fossvoginum, sem var að ljúka.

Arnþór Ari Atlason skoraði markið sem skildi liðin að á laglegan hátt í fyrri hálfleiknum. Þar með er Breiðablik komið í úrslitaleik keppninnar í fimmta sinn á sjö árum en það hefur þó aðeins einu sinni náð að sigra.

Fyrstudeildarlið KA verður mótherjinn í úrslitaleiknum í Kórnum á sumardaginn fyrsta en KA vann ÍA í vítakeppni fyrr í dag.

mbl.is