KA í úrslit Lengjubikarsins

Bjarni Jóhannsson þjálfari KA er komið með lið sitt í ...
Bjarni Jóhannsson þjálfari KA er komið með lið sitt í úrslitaleikinn. Ljósmynd/Jóhann Már Kristinsson

Fyrstudeildarlið KA er komið í úrslitaleik Lengjubikars karla í knattspyrnu eftir sigur á Skagamönnum í vítaspyrnukeppni á gervigrasvelli sínum á Akureyri í dag eftir að liðin skildu þar jöfn, 1:1, í undanúrslitum keppninnar.

Skagamenn voru yfir í hálfleik, 1:0, eftir mark sem Jón Vilhelm Ákason skoraði. Tíu mínútum síiðar skoruðu þeir hinsvegar sjálfsmark og jafntefli því niðurstaðan.

Í keppninni er ekki framlengt heldur gripið strax til vítaspyrnukeppni og þar hafði Akureyrarliið betur, 4:2.

KA mætir annaðhvort Breiðabliki eða Víkingi R. í úrslitaleiknum.  Blikar eru yfir, 1:0, í leik liðanna sem nú stendur yfir á gervigrasvelli Víkings.

mbl.is