Hefur alltaf liðið ákaflega vel hjá Leikni

Haukur Páll Sigurðsson og Hilmar Árni Halldórsson í leik Vals ...
Haukur Páll Sigurðsson og Hilmar Árni Halldórsson í leik Vals og Leiknis. mbl.is/Árni Sæberg

Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður nýliða Leiknis, er leikmaður 1. umferðar í Pepsi-deildinni að mati Morgunblaðsins.

Hilmar var fremstur meðal jafningja þegar nýliðarnir unnu frábæran 3:0 sigur gegn Valsmönnum á Hlíðarenda þar sem Hilmar batt endahnútinn á sigur sinna manna með því að skora þriðja markið.

„Það er virkilega gaman og ánægjulegt að fá svona viðurkenningu,“ sagði Hilmar Árni við Morgunblaðið þegar honum var tjáð að hann hefði orðið fyrir valinu sem leikmaður umferðarinnar hjá íþróttafréttamönnum Morgunblaðsins.

Hilmar er einn fjölmargra leikmanna Leiknis sem eru uppaldir hjá félaginu, sem í fyrra tryggði sér sæti í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hilmar Árni lagði svo sannarlega sitt lóð á vogarskálina á tímabilinu í fyrra en hann skoraði 10 mörk og var í mótslok valinn besti leikmaður 1. deildarinnar.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er einnig að finna úrvalslið 1. umferðar.