Ásta ráðin aðstoðarþjálfari Vals

Ásta Árnadóttir vakti mikla athygli í landsleikjum Íslands fyrir gríðarlöng …
Ásta Árnadóttir vakti mikla athygli í landsleikjum Íslands fyrir gríðarlöng innköst sem hún tók með heljarstökki. mbl.s/Ómar

Ásta Árnadóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals og starfar því þar við hlið Ólafs Brynjólfssonar sem tók við liðinu af Þór Hinrikssyni fyrir nokkrum vikum.

Ásta er 31 árs og lék með Þór/KA til ársins 2004 þegar hún gekk til liðs við Val. Þar vann hún fjóra Íslandsmeistaratitla með liðinu áður en hún fór til Svíþjóðar og lék eitt tímabil, 2009, með Tyresö. Ásta var í hópi kvennalandsliðsins sem lék í fyrsta sinn í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi sumarið 2009. Hún lagði skóna á hilluna eftir það tímabil en spilaði þó einn leik með Valsliðinu sumarið eftir. Ásta lék 36 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þann síðasta gegn Eistlandi í september 2009.

Ásta er sjúkraþjálfari og var áður komin til starfa með Valsliðinu sem slíkur en frá þessu er greint á vef Valsmanna.

Ásta Árnadóttir í leik með Val.
Ásta Árnadóttir í leik með Val. mbl.is/Ómar
mbl.is