Atli Sigurjónsson í Breiðablik

Atli Sigurjónsson og Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks.
Atli Sigurjónsson og Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks. Ljósmynd/blikar.is

Atli Sigurjónsson, knattspyrnumaður frá Akureyri sem hefur leikið með KR síðustu árin, er genginn til liðs við Breiðablik og hefur samið við félagið til þriggja ára en frá þessu er greint á vef stuðningsmanna félagsins.

Atli er 23 ára gamall miðjumaður og lék með Þórsurum til ársins 2011, og lék með þeim í úrvalseildinni síðasta árið. Hann hefur síðan verið í KR frá 2012 og hefur leikið 43 leiki með Vesturbæjarliðinu í efstu deild og skorað i þeim þrjú mörk.

Atli hefur verið í leikmannahópi KR í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla en ekkert komið við sögu.

mbl.is