Hefur aldrei liðið jafnvel og er bara í toppformi

Kristinn Freyr Sigurðsson, til vinstri, í leik Vals og FH.
Kristinn Freyr Sigurðsson, til vinstri, í leik Vals og FH. mbl.is/Eggert

Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaðurinn knái í liði Valsmanna, er leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deild karla en Kristinn átti stórgóðan leik í flottum sigri Vals gegn FH á Vodafone-vellinum í fyrrakvöld. Kristinn, sem er 24 ára gamall og kom til Vals frá Fjölni fyrir rúmum þremur árum, lét mikið til sín taka í leiknum en hann og Sigurður Egill Lárusson voru fremstir á meðal jafningja í sterku og vel skipulögðu liði Valsmanna sem hrósaði sínum fyrsta sigri í deildinni á tímabilinu.

„Ég er bara nokkuð sáttur við byrjunina hjá mér á tímabilinu. Ég er svolítið svekktur út í sjálfan mig að hafa ekki skorað gegn FH. Ég fékk dauðafæri en það kom sem betur fer ekki að sök. Annars er í ég fínu formi og mér hefur aldrei liðið jafnvel líkamlega og er bara í toppstandi,“ sagði Kristinn Freyr, sem er á sínu fjórða tímabili með Val en hann kom á Hlíðarenda frá Fjölnismönnum árið 2012. Honum tókst ekki að skora í þeim 21 leik sem hann spilaði í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en hann er kominn á blað á þessu tímabili en hann skoraði í jafnteflisleiknum gegn Víkingum.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er líka að finna úrvalslið blaðsins úr 3. umferð deildarinnar, ásamt efstu mönnum í M-gjöfinni og fleiru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert