„Eltingaleikur hættulegur gegn Breiðabliki“

Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var nokkuð ánægður með hvernig fyrri hálfleikurinn spilaði í 0:1 tapleiknum gegn Breiðabliki á Akranesi í kvöld en var ekki ánægður með leik liðsins í síðari hálfleik. 

„Fyrri hálfleikurinn gekk upp en við verðum að nýta okkur það,“ sagði Gunnlaugur meðal annars við fjölmiðlamenn í kvöld. 

Gunnlaugur sagði ennfremur að eitt stig úr þremur heimaleikjum sé ekki uppskera sem Skagamenn vilji.

Frá leik liðanna í kvöld.
Frá leik liðanna í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is