Breiðablik slapp með skrekkinn gegn KFG

Höskuldur Gunnlaugsson innsiglaði sigur Blika í kvöld.
Höskuldur Gunnlaugsson innsiglaði sigur Blika í kvöld. Eva Björk Ægisdóttir

Breiðablik varð í kvöld síðast liða til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir nauman sigur á 4. deildarliði KFG í Garðabæ í kvöld.

Arnór Gauti Ragnarsson kom Blikum yfir undir lok fyrri hálfleiks, en á 73. mínútu jafnaði Hákon Atli Bryde fyrir KFG. Þá var Arnari Grétarssyni þjálfara Blika nóg boðið og gerði tvöfalda skiptingu og setti þá Arnþór Ara Atlason og Höskuld Gunnlaugsson inná, sem heldur betur borgaði sig.

Á 85. mínútu átti Arnþór Ari skot að marki sem fór í Hauk Þorsteinsson í liði KFG og þaðan í netið, og það var svo Höskuldur sem innsiglaði 3:1 sigur Blika með marki í uppbótartíma. Þeir verða því í hattinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitin á morgun.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

90. Leik lokið.

90. Mark! Staðan er 1:3. Blikar tryggja sigurinn í lokin, það gerir Höskuldur Gunnlaugsson.

85. Mark! Staðan er 1:2. Blikar komast yfir á ný, en fá nokkra hjálp við það. Haukur Þorsteinsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir KFG eftir að Arnþór Ari Atlason átti skot að marki.

71. Mark! Staðan er 1:1. KFG hefur jafnað metin! Hákon Atli Bryde skorar eftir fyrirgjöf Arnars Þórs Ingasonar.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur.

41. Mark! Staðan er 0:1. Eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar stekkur Arnór Gauti Ragnarsson hæst í teignum og skallar boltann í netið.

30. Það er ekki hægt að segja að leikurinn sé mjög opinn, heimamenn liggja þétt til baka og Blikar hafa í raun bara átt eitt færi.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Lið KFG: Pétur Már Bernhöft (M). Birgir Rafn Baldursson, Sigurður Helgi Harðarson, Ellert Sigurþórsson, Vigfús Geir Júlíusson, Arnar Þór Ingason, Bjarni Pálmason, Daði Kristjánsson, Haukur Þorsteinsson, Jóhann Valur Sævarsson, Kristján Már Ólafs.

Lið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson (M). Kári Ársælsson, Ismar Tandir, Olgeir Sigurgeirsson, Alfons Sampsted, Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Atli Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Davíð Kristján Ólafsson, Guðmundur Friðriksson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert