„Selfyssingar eru frábærir“

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, var vissulega svekkt eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í dag, en hún segir liðið geta borið höfuðið hátt.

„Það er sárt að hafa þetta í höndunum þegar tíu mínútur eru eftir og fá á sig tvö frekar klaufaleg mörk, en við spiluðum frábærlega, stuðningurinn var frábær og þetta er frábær dagur,“ sagði Guðmunda við mbl.is eftir leikinn.

Það má taka undir orð Guðmundu um stuðninginn, en áhorfendur voru farnir að syngja og tralla 45 mínútum fyrir leik sem gerist ekki oft hér á landi. „Selfyssingar eru frábærir og sunnlendingar allir sem komu hingað. Þau eiga hrós skilið,“ sagði Guðmunda og lítur björtum augum á framhaldið.

„Það voru margar að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik en það var eins og þær væru að spila sinn tíunda. Þetta gefur okkur þvílíkt, við erum með ungt lið og munum koma hingað aftur. Þá tökum við bikarinn,“ sagði Guðmunda Brynja við mbl.is, en nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

Sjá: Stjarnan bikarmeistari eftir magnaða endurkomu

Sjá: Ólafur fékk brasilískt vatnsbað í miðju viðtali

Sjá: Svona vill maður sigra bikarleiki

Sjá: „Fann að við vorum að klára þetta“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert