Þetta er sætasti titillinn

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var umkringd ungum aðdáendum þegar mbl.is tók hana tali eftir 2:1-sigurinn á Selfossi í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag.

„Ég er að þjálfa fimmta flokk kvenna og var með þær í keppni í morgun. Það róaði aðeins taugarnar hjá mér og fékk fréttir að þær hafi komist í úrslitaleikinn á morgun sem er frábært,“ sagði Ásgerður, og fannst gott að geta unnið titilinn fyrir framan ungar knattspyrnustelpur í stúkunni, en þetta var þriðji bikarmeistaratitill Stjörnunnar á fjórum árum.

„Ég held þetta sé sætasti bikarinn sem við höfum unnið. Þetta er þriðji bikarinn og mér finnst þetta sætasti sigurinn. Það eru algjör forréttindi að vera fyrirliði með 22 sigurvegurum. Það sást í dag að það var sigurvegarabragur sem skilaði þessum sigri,“ sagði Ásgerður Stefanía við mbl.is, en nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

Sjá: Stjarnan bikarmeistari eftir magnaða endurkomu

Sjá: Ólafur fékk brasilískt vatnsbað í miðju viðtali

Sjá: Svona vill maður sigra bikarleiki

Sjá: „Selfyssingar eru frábærir“

Sjá: „Fann að við vorum að klára þetta“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert