Breiðablik er Íslandsmeistari

Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu  í sextánda skipti og í fyrsta skipti í tíu ár eftir sigur á Þór/KA, 2:1, í 17. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Þórsvellinum í dag.

Breiðablik er með 47 stig en Stjarnan er með 42 stig eftir sigur á Þrótti í leik sem einnig var að ljúka á Valbjarnarvelli. Selfoss er með 33 stig og Þór/KA 30 stig í næstu sætum á eftir.

Breiðabliksliðið mætti til Akureyrar vel stutt að grænklæddum, syngjandi og trallandi Kópavogsbúum. Blikar lentu undir snemma leiks þegar Lillý Rut Hlynsdóttir skoraði og áttu í mesta basli allan fyrri hálfleikinn.

Dæmið snérist við í síðari hálfleik og mörk frá Telmu Hjaltalín og Fanndísi Friðriksdóttur tryggðu stigin sem vantaði upp á til að landa þeim stóra. Blikar eru vel að titlinum komnar, hafa aðeins tapað fjórum stigum í sumar og fengið á sig fjögur mörk.

Fylgst er með hinum leikjunum í umferðinni hér.

Þór/KA 1:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið Hörkumarkvarsla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert