Kristinn Freyr æfir með Tromsö

Kristinn Freyr Sigurðsson í leik með Val gegn Víkingi í ...
Kristinn Freyr Sigurðsson í leik með Val gegn Víkingi í sumar. Árni Sæberg

Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður knattspyrnuliðs Vals, er á leið til norska félagsins Tromsö til reynslu. Það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Eins og áður hefur verið greint frá er Aron Sigurðarson, kantmaður Fjölnis, einnig á leiðinni til Tromsö til þess að æfa með liðinu. Kristinn Freyr og Aron fara út til félagsins á sama tíma, en þeir halda til Tromsö þann 18. janúar næstkomandi.

Kristinn Freyr hefur spilað fjögur tímabil með Val síðan hann kom til félagsins frá Fjölni, en hann skoraði fjögur mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar auk þess að leggja fjölda marka upp fyrir liðsfélaga sina.

Tromsö endaði í 13. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili


mbl.is