Fimm breytingar á byrjunarliði Íslands

Eiður Smári Guðjohnsen er fyrirliði Íslands á morgun.
Eiður Smári Guðjohnsen er fyrirliði Íslands á morgun. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Sameinuðu arabísku furstaríkjunum á Al Maktoum leikvanginum í Dubai á morgun en byrjunarliðið er klárt.

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar íslenska liðsins, gera fimm breytingar frá síðasta leik þar sem liðið lagði Finnland 1:0. Arnór Ingvi Traustason skoraði þar sigurmarkið eftir sendingu frá Hirti Loga Valgarðssyni.

Andrés Már Jóhannesson, Kristinn Jónsson, Emil Pálsson, Elías Már Ómarsson og Kári Árnason koma allir inn í liðið. Andrés og Emil spila sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið. Hjörtur Logi Valgarðsson, Haukur Heiðar Hauksson, Theodór Elmar Bjarnason, Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen koma allir út.

Byrjunarlið Íslands: Ingvar Jónsson, Andrés Már Jóhannesson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Kristinn Jónsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Emil Pálsson, Elías Már Ómarsson, Arnór Ingvi Traustason, Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson.

mbl.is