Fimm breytingar á byrjunarliði Íslands

Eiður Smári Guðjohnsen er fyrirliði Íslands á morgun.
Eiður Smári Guðjohnsen er fyrirliði Íslands á morgun. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Sameinuðu arabísku furstaríkjunum á Al Maktoum leikvanginum í Dubai á morgun en byrjunarliðið er klárt.

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar íslenska liðsins, gera fimm breytingar frá síðasta leik þar sem liðið lagði Finnland 1:0. Arnór Ingvi Traustason skoraði þar sigurmarkið eftir sendingu frá Hirti Loga Valgarðssyni.

Andrés Már Jóhannesson, Kristinn Jónsson, Emil Pálsson, Elías Már Ómarsson og Kári Árnason koma allir inn í liðið. Andrés og Emil spila sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið. Hjörtur Logi Valgarðsson, Haukur Heiðar Hauksson, Theodór Elmar Bjarnason, Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen koma allir út.

Byrjunarlið Íslands: Ingvar Jónsson, Andrés Már Jóhannesson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Kristinn Jónsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Emil Pálsson, Elías Már Ómarsson, Arnór Ingvi Traustason, Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert