Valur hafði betur gegn Fram

Andri Fannar Stefánsson skoraði fyrir Val í kvöld.
Andri Fannar Stefánsson skoraði fyrir Val í kvöld. Mbl/Skapti Hallgrímsson.

Valur lagði Fram 2:1 í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu í kvöld en leikið var í Egilshöll.

Andri Fannar Stefánsson kom Val yfir á 14. mínútu leiks áður en Haukur Páll Sigurðsson bætti við öðru marki á 33. mínútu.

Alex Freyr Elísson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins og fleiri urðu því mörkin ekki.

Lokatölur 2:1 fyrir Val en þetta var fyrsti leikur beggja liða í mótinu. Markaskorarar voru fengnir af Úrslit.net.

mbl.is