Víðir og Garðar byrja vel

Víðir Þorvarðarson skoraði tvö mörk fyrir Fylki.
Víðir Þorvarðarson skoraði tvö mörk fyrir Fylki. mbl.is/Golli

Tveir af nýjustu leikmönnum Fylkis voru á skotskónum í kvöld þegar Árbæjarliðið vann öruggan sigur á ÍR, 4:0, í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu í Egilshöllinni.

Víðir Þorvarðarson, sem kom til Fylkis frá ÍBV, skoraði tvö markanna og Garðar Jóhannsson, sem kom frá Stjörnunni, gerði fyrsta mark leiksins. Þá skoraði Ragnar Bragi Sveinsson eitt markanna.

Víkingur vann KR 3:2 í dramatískum leik í sama riðli fyrr í kvöld eins og áður hefur komið fram.

mbl.is