Glæsilegt mark Jóns Dags - myndskeið

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark fyrir Fulham í vikunni.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark fyrir Fulham í vikunni. Ljósmynd / hk.is

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark fyrir unglingalið Fulham þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Reading í enska unglingabikarnum í vikunni.

Jón Dagur kom Fulham yfir á 3. mínútu leiksins, en markið dugði skammt þar sem Reading skoraði þrjú mörk á síðasta korteri leiksins.

Axel Óskar Andrésson sem lék með Aftureldingu upp yngri flokkana leikur með Reading, en hann spilaði allan leikinn með liðinu.

Jón Dagur gekk til liðs við Fulham í sumar, en hann kom til félagsins frá uppeldisfélagi sínu HK. Jón Dagur hefur leikið vel bæði með U18 og U21 árs liði félagsins í vetur. 

Markið má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Mark Jóns Dags kemur eftir 15 sekúndur í myndskeiðinu. 

mbl.is