Selfoss sótti þrjú stig á Skagann

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði annað marka Selfoss í sigri liðsins ...
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði annað marka Selfoss í sigri liðsins gegn ÍA í kvöld. Guðmundur Karl

Selfoss lagði ÍA að velli þegar liðin mættust í annarri umferð A riðils Faxaflóamóts kvenna í Akraneshöllinni í kvöld. 

Lokatölur í leiknum urðu 2:0 Selfoss í vil. 

Guðmunda Brynja Óladóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir skoruðu mörk Selfoss í leiknum. 

Selfoss er með fjögur stig eftir tvær umferðir á meðan Skagakonur eru án stiga. 

mbl.is