Keflavík með stórsigur á Haukum

Haraldur Freyr Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson komust báðir á ...
Haraldur Freyr Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson komust báðir á blað í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Keflavík slátraði Haukum 6:0 í Fótbolta.net mótinu í kvöld, en leikið var í Reykjaneshöllinni.

Keflavík var þremur mörkum yfir í hálfleik en Haraldur Freyr Guðmundsson, Bojan Stefán Ljubicic og Guðmundur Magnússon skoruðu mörkin.

Það var sama upp á teningnum í síðari hálfleik. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði þar tvö mörk áður en Stefán Alexander Ljubicic, bróðir Bojans, skoraði síðasta mark leiksins.

Lokatölur því 6:0. Keflavík er í efsta sæti í riðli 1 í B-deildinni með fullt hús stiga eftir tvo leiki á meðan Haukar eru án stiga í neðsta sæti.

mbl.is