Oddur missir af tímabilinu

Oddur Björnsson, til hægri, í leik með Þrótti gegn Grindavík.
Oddur Björnsson, til hægri, í leik með Þrótti gegn Grindavík. mbl.is/Eggert

Oddur Björnsson, sem hefur leikið með knattspyrnuliði Þróttar um árabil, verður ekkert með liðinu á komandi keppnistímabili þar sem hann er með slitið krossband í hné. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Þróttar.

Oddur er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið allan sinn feril með Þrótti og spilaði fyrst með liðinu þegar það lék síðast í úrvalsdeildinni árin 2008 og 2009. Hann hefur síðan verið fastamaður með liðinu í 1. deildinni frá þeim tíma. Oddur lék 16 leiki með Þrótturum í 1. deildinni á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk.

mbl.is