Fimm leikmenn léku sinn fyrsta leik

Michael Bradley, leikmaður Bandaríkjanna, reynir að komast framhjá Birki Má ...
Michael Bradley, leikmaður Bandaríkjanna, reynir að komast framhjá Birki Má Sævarssyni, leikmanni íslenska landsliðsins og Aroni Sigurðarsyni einum að nýliðum Íslands í leik liðanna í kvöld. AFP

Ísland laut í lægra haldi gegn Bandaríkjunum með þremur mörkum gegn tveimur í vináttulandsleik í Kaliforníu í kvöld. Fimm leikmenn léku sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í leiknum. 

Það voru þeir Aron Sigurðarson, leikmaður Fjölnis, Diego Jóhannesson sem leikur með Real Oviedo, Aron Elís Þrándarson, framherji hjá Aalesund, Hjörtur Hermannsson sem er á mála hjá PSV Eindhoven og Ævar Ingi Jóhannesson, leikmaður KA, sem samið hefur við Stjörnuna um að leika með liðinu næsta sumar. 

Aron Sigurðarson gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta landsleik og hinir nýliðarnir skiluðu góðu starfi í frumraun sinni með landsliðinu. 

Tveir nýliðanna hafa aldrei spilað leik í efstu deild á ferlinum. Diego hefur leikið með Real Oviedo í B- og C-deild á Spáni og Ævar Ingi hefur til þessa leikið með KA í 1. deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina