Málnefnd vill eiginnöfn á treyjurnar

Íslensk málefnd telur að áletrun á búninga, sem nota á …
Íslensk málefnd telur að áletrun á búninga, sem nota á innanlands eða erlendis, eigi að fylgja íslenskum lögum. AFP

Íslensk málefnd telur að áletrun á búninga, sem nota á innanlands eða erlendis, eigi að fylgja íslenskum lögum og íslenskri málhefð og sýna eiginnafn leikmanns.

Leitað var álits Íslenskrar málefndar á því hvort teldi samræmast íslenskri hefð að prenta föðurnafn leikmanna á treyjur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi í sumar.

Í síðustu viku var til­kynnt að eft­ir­nöfn leik­manna yrðu aft­an á treyj­um landsliðsins í úr­slita­keppn­inni.

Í áliti nefndarinnar segir að sú venja hafi verið ríkjandi frá því að land byggðist að kenna landsmenn til föður eða móður að viðbættu –son eða –dóttir og að nafn einstaklings sé eiginnafn hans. Kenninafn komi því ekki stað eiginnafns.

„Í gildi eru lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál frá júní 2011 þar sem stendur í 1. grein: „Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi.“ Í umræddu tilviki er 12. Grein umræddra laga mikilvæg: „Íslenska er opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir í álitinu.  

Frétt mbl.is: Vilja eiginnöfn á landsliðstreyjur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert