„Ég efaðist aldrei um þetta“

Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson Eggert Jóhannesson

„Ég var alveg meðvitaður um það að ef þetta hefði farið illa þá fengi ég gagnrýnina,” sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu við SportTV eftir glæstan sigur Íslands á Dönum, 4:1, á Algarve-mótinu. Ísland vann Belgíu í fyrsta leik og hefur því unnið báða leiki sína á mótinu til þessa.

Freyr gerði 10 breytingar á byrjunarliði liðsins fyrir leikinnn gegn Dönum fyrr í dag en efaðist að eigin sögn aldrei um ákvörðunina.

„Ég efaðist aldrei um þetta. Ég vissi nákvæmlega hvernig við áttum að spila við Dani. Við höfðum gert það áður,” sagði Freyr.

„Leikmennirnir sem fengu traustið voru að mínu viti vel undirbúnir. Það er ekki bara mér og teyminu mínu að þakka heldur einnig eldri leikmönnunum að þakka. Við erum öll í þessu saman til að búa meiri breidd og betra lið. Eldri leikmennirnir eru óhræddir við það að fá samkeppnina og hjálpa þeim sem eru að veita þeim samkeppni að verða betri,” sagði Freyr en viðtalið í heild sinni má sjá á vef SportTV.

mbl.is