Breiðablik hafði betur gegn Fjarðabyggð

Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Blikum í fyrra.
Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Blikum í fyrra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jonathan Glenn og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu mörk Breiðabliks þegar liðið lagði Fjarðabyggð að velli 2:1 í öðrum riðli  A-deildar Lengjubikarsins.

Oumaro Coulibaly skoraði mark Fjarðabyggðar á 61. mínútu en áður höfðu Blikar komst yfir með marki Höskuldar á 43. mínútu en Glenn tvöfaldaði forystuna á  53. mínútu.

Breiðablik hefur sex stig í 2. sæti, stigi á eftir Fylki eftir þrjá leiki en Fjarðabyggð er án stiga eftir tvo leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert