Þessi listi er ekki kveðjubréf

Ísland leikur á næstunni síðustu tvo leiki sína áður en ...
Ísland leikur á næstunni síðustu tvo leiki sína áður en EM-hópurinn verður tilkynntur. Þjálfararnir segja að hópurinn sem nú var valinn sé þó ekki hugsaður sem endanlegi hópurinn sem heldur til Frakklands. mbl.is/Eggert

Eiður Smári Guðjohnsen, Sölvi Geir Ottesen, Rúrik Gíslason, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og fleiri góðir kandídatar fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þurfa ekki að hafa allt of miklar áhyggjur eftir tíðindi gærdagsins.

Enginn þeirra var þó valinn í 24 manna landsliðshóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar fyrir vináttulandsleikina við Danmörku næsta fimmtudag og Grikkland 29. mars.

Þetta verða síðustu tveir leikirnir áður en Lars og Heimir tilkynna 23 manna lokahóp sinn fyrir EM þann 9. maí. Síðustu leikirnir. Engu að síður lögðu þjálfararnir á það áherslu á fréttamannafundi í gær að ef EM væri á morgun, þá væri hópurinn alls ekki endilega svona skipaður. Listinn yfir leikmennina sem valdir voru í gær var sem sagt ekki kveðjubréf til annarra leikmanna. Dyrnar standa enn opnar.

Sjá fréttaskýringu Sindar Sverrissonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Torfi Kristján Stefánsson: Ekki?