Hjörtur samdi við Bröndby

Hjörtur Hermannsson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Hjörtur Hermannsson á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert

Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Hjörtur Hermannsson er genginn til liðs við danska félagið Bröndby frá hollenska félaginu PSV Eindhoven. Umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, staðfesti það í samtali við vefmiðilinn Fotbolta.net í dag.

Hjörtur, sem er 21 árs, var kynntur til leiks hjá Bröndby fyrir leik liðsins gegn Val í Evrópudeildinni í dag. Hann hafði leikið undanfarna mánuði sem lánsmaður hjá IFK Gautaborg. Hann er uppalinn Fylkismaður og lék með yngri flokkum félagsins áður en hann hélt til Hollands árið 2012.

Hjörtur er nýkominn frá Frakklandi þar sem hann var í leikmannahópi Íslands á EM. Hann fær nokkurra daga frí til að hlaða batteríin áður en hann hefur æfingar hjá sínu nýja félagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert