Árni fór illa með Fjölnismenn

Blikinn Andri Rafn Yeoman sækir að Guðmundi Karli Guðmundssyni fyrirliða …
Blikinn Andri Rafn Yeoman sækir að Guðmundi Karli Guðmundssyni fyrirliða Fjölnis í kvöld. mbl.is/Ofeigur Lydsson

Breiðablik er komið á hæla efstu liðum Pepsi-deildar karla á ný eftir góðan útisigur á Fjölni, 3:0, í Grafarvoginum í kvöld. Blikar eru komnir með 19 stig eins og Fjölnismenn, sem misstu þarna af tækifæri til að komast í efsta sæti deildarinnar.

FH er með 22 stig, Stjarnan 20, Fjölnir 19 og Breiðablik 19 í fjórum efstu sætum deildarinnar eftir leiki kvöldsins og ljóst er að þetta er staða toppliðanna þear deildin er hálfnuð.

Árni Vilhjálmsson lék á ný með Breiðabliki en hann er kominn til félagsins sem lánsmaður og hann gerði heldur betur vart við sig með því að leggja upp öll þrjú mörk Kópavogsliðsins.

Fjölnismenn fengu fyrsta færið á 6. mínútu þegar Þórir Guðjónsson fékk sendingu inní vítateig Breiðabliks og renndi boltanum framhjá Gunnleifi í markinu en Elfar Freyr Helgason var mættur fyrir aftan hann og bjargaði í horn

Blikar náðu forystunni á 18. mínútu þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson slapp inní vítateiginn hægra megin og renndi boltanum fyrir markið. Árni Vilhjálmsson renndi honum út og hinn brasilíski Daniel Bamberg sendi hann í vinstra hornið niðri með föstu skoti 0:1.

Aðeins fimm mínútum síðar bættu Blikar við marki. Árni fékk boltann fram völlinn, hélt honum og renndi síðan á milli varnarmanna á Gísla Eyjólfsson sem slapp inní vítateiginn og lyfti boltanum laglega yfir Þórð í marki Fjölnis, 0:2.

Skömmu síðar varði Gunnleifur Gunnleifsson vel þegar boltinn breytti stefnu af varnarmanni eftir sendingu Birnis Snæs Ingasonar frá hægri. Gunnleifur var snöggur niður og náði að sópa boltanum útfyrir stöngina og í horn.

Fjölnismenn, sem gerðu tvær breytingar á sínu liði í hálfleik, fengu gullið tækifæri til að komast inní leikinn á 55. mínútu þegar dæmd var vítaspyrna á Gísla Eyjólfsson fyrir að toga niður Gunnar Má Guðmundsson eftir hornspyrnu. Þórir Guðjónsson tók vítaspyrnuna en Gunnleifur Gunnleifsson varði glæsilega frá honum.

Á 74. mínútu gerðu Blikar út um leikinn. Enn var Árni Vilhjálmsson í aðalhlutverki en hann hirti boltann af Fjölnismanni rétt utan vítateigs og renndi honum innfyrir vörnina á Andra Rafn Yeoman sem skoraði af öryggi, 0:3.

Fjölnir 0:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot framhjá
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert