Flottasta markið mitt

„Þetta var besta og fallegasta mark sem ég hef gert,“ sagði Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2:0 sigur liðsins á Víkingum í Ólafsvík í kvöld en þetta var 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Árni svaraði spurningunni svona en þar er sagt að þetta hafi ekki verið neitt sérlega glæsilegt mark, sem er rétt. Árni var samt greinilega ánægður með það.

„Þetta var fínn leikur hjá okkur og sigurinn sanngjarn. Ég vona að ég geti haldið áfram að gera gang fyrir liðið,“ sagði hann en Árni gekk nýverið til liðs við Blika og er þetta annar leikur hans með liðinu, en í þeim fyrsta lagði hann upp þrjú mörk.

mbl.is