Ari úr leik gegn Króötum?

Ekki er víst að Heimir Hallgrímsson geti nýtt krafta Ara …
Ekki er víst að Heimir Hallgrímsson geti nýtt krafta Ara Freys Skúlasonar á morgun. mbl.is/Golli

Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður landsliðsins í knattspyrnu, er ekki með á æfingu liðsins sem nú er að hefjast á Maksimir-vellinum í Zagreb og hefur ekki æft síðustu daga.

Ari er með sýkingu í fæti og í samtali við mbl.is sagði hann óvíst hvort hann gæti tekið þátt í leiknum við Króata á morgun, í undankeppni HM. Hann kvaðst þó enn vonast til þess að geta spilað.

Ari hefur átt fast sæti í byrjunarliði Íslands undanfarin ár. Hann lék allar mínúturnar í sigrunum á Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði en fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Úkraínu í fyrsta leik undankeppninnar. Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City á Englandi, leysti Ara af hólmi í Úkraínu og mun væntanlega gera það einnig á morgun geti Ari ekki spilað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert