Katrín Ómarsdóttir í KR

Katrín Ómarsdóttir í baráttu við Carli Lloyd í landsleik gegn ...
Katrín Ómarsdóttir í baráttu við Carli Lloyd í landsleik gegn Bandaríkjunum. Algarvephotopress

Katrín Ómarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa heim og er gengin í raðir uppeldisfélagsins KR.

Katrín lék með KR þar til hún hélt utan fyrir sjö árum. Katrín spilaði fyrst í háskólaboltanum í Bandaríkjunum, lék þar einnig með Orange CW, en í Evrópu með Kristianstad í Svíþjóð og Liverpool og Doncaster á Englandi. 

Katrín er 29 ára gömul og lék 70 leiki með KR í efstu deild og skoraði í þeim 27 mörk. Hún gerir nú tveggja ára samning við KR. Þórunn Helga Jónsdóttir hefur einnig ákveðið að snúa aftur í KR eftir mörg ár erlendis eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum og vænkast nú hagur Vesturbæinga í Pepsi-deildinni. 

Katrín hefur leikið 69 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 10 mörk. 

Tilkynnt var fyrr í dag að Katrín mundi yfirgefa Doncaster. 

Katrín kveður Doncaster

Katrín í búningi KR árið 2007.
Katrín í búningi KR árið 2007. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is