Sjö nýliðar í íslenska landsliðshópnum

Heimir Hallgrímsson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Mexíkó.
Heimir Hallgrímsson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Mexíkó. AFP

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur valið þá leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í Las Vegas á miðvikudag í næstu viku. 

Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og er hópurinn eingöngu skipaður leikmönnum sem spila hér heima eða á Norðurlöndunum.

Sjö leikmenn eiga engan landsleik að baki, en það eru þeir Frederik Schram, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Kristján Flóki Finnbogason og Árni Vilhjálmsson.

Þá spiluðu þrír leikmenn sína fyrstu landsleiki á æfingamóti í Kína fyrr í mánuðinum, en það eru þeir Böðvar Böðvarsson, Orri Sigurður Ómarsson og Viðar Ari Jónsson.

Þá kemur Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, inn í hópinn í fyrsta sinn í langan tíma en hans síðasti landsleikur var árið 2009. Hallgrímur Jónasson er leikreyndasti leikmaður hópsins með 15 landsleiki.

Hópurinn í heild sinni er hér að neðan og fjöldi landsleikja í sviga fyrir aftan.

Markverðir:

Ingvar Jónsson, Sandefjord (6)
Frederik Schram, Roskilde (0)

Varnarmenn:

Hallgrímur Jónasson, Lyngby (15)
Kristinn Jónsson, Sarpsborg (7)
Böðvar Böðvarsson, FH (2)
Orri Sigurður Ómarsson, Val (1)
Viðar Ari Jónsson, Fjölni (1)
Daníel Leó Grétarsson, Aalesund (0)
Adam Örn Arnarson, Aalesund (0)

Miðjumenn:

Davíð Þór Viðarsson, FH (8)
Aron Sigurðarson, Tromsö (3)
Kristinn Steindórsson, Sundsvall (2)
Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki (1)
Kristinn Freyr Sigurðsson, Sundsvall (0)
Tryggvi Haraldsson, ÍA (0)

Framherjar:

Aron Elís Þrándarson, Aalesund (1)
Kristján Flóki Finnbogason, FH (0)
Árni Vilhjálmsson, Jönköping (0)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert