Rakel bjargaði stigi fyrir Þór/KA

Zaneta Wyne skoraði í dag.
Zaneta Wyne skoraði í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/KA og Íslandsmeistarar Stjörnunnar skildu jöfn, 2:2, í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í dag. 

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Stjörnunni tvíveigis yfir í leiknum en Zaneta Wyne jafnaði í millitíðinni. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir tryggði Þór/KA svo jafntefli með marki í blálokin. 

Stjarnan er í 4. sæti riðilsins með fimm stig en Þór/KA er í 5. sæti með stigi minna. Fjögur efstu lið riðilsins fara í undanúrslit og berjast um sigur í keppninni. 

mbl.is