Stelpurnar sem spila í Portúgal

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U17 ára kvennalandsliðsins.
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U17 ára kvennalandsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U17 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í milliriðli Evrópumótsins í Portúgal 26. mars til 3. apríl.

Í milliriðlinum leika Portúgal, Svíþjóð, Ísland og Spánn og eitt liðanna kemst í lokakeppni mótsins í sumar. Ísland komst áfram úr undanriðli í haust þar sem liðið sigraði Færeyjar og Hvíta-Rússland en tapaði fyrir Írlandi.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Aníta Dögg Guðmundsdóttir, FH
Birta Guðlaugsdóttir, Víkingi Ó.
Aðrir leikmenn:
Daníela Dögg Guðnadóttir, Augnabliki
Berglind Baldursdóttir, Breiðabliki
María Björg Fjölnisdóttir, Breiðabliki
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Breiðabliki
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, FH
Guðný Árnadóttir, FH
Alexandra Jóhannsdóttir, Haukum
Bergdís Fanney Einarsdóttir, ÍA
Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík
Birna Jóhannsdóttir, Stjörnunni
Eygló Þorsteinsdóttir, Val
Hlín Eiríksdóttir, Val
Karólína Jack, Víkingi R.
Hulda Björg Hannesdóttir, Þór
Sóley María Steinarsdóttir, Þrótti R.
Stefanía Ragnarsdóttir, Þrótti R.

mbl.is