Blikar í átta liða úrslit eftir stórsigur

Davíð Kristján Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Blika í kvöld.
Davíð Kristján Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Blika í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Breiðablik tryggði sér í kvöld í átta liða úrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu með 6:0 stórsigri á Leikni frá Fáskrúðsfirði en leikið var í Fífunni.

Hrvoje Tokic, skoraði tvívegis og þeir Martin Lund, Aron Bjarnason, Sólon Breki Leifsson og Davíð Kristján Ólafsson eitt mark hver en staðan var 2:0 í hálfleik.

Blikar vinna þar með riðil fjögur og því er ljóst að eftir úrslit kvöldsins að Breiðablik mætir FH og Grindavík mætir Val í átta liða úrslitum.

mbl.is