Hollensk landsliðskona í Stjörnuna

Stjörnukonur hafa fengið liðsauka.
Stjörnukonur hafa fengið liðsauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna hafa fengið til liðs við sig hollensku landsliðskonuna Kim Dolstra en hún kemur í Garðabæinn frá Verona á Ítalíu.

Dolstra er 28 ára gömul og leikur sem miðvörður. Fram að þessu tímabili lék hún í heimalandi sínu með ADO Den Haag, Telstar og AZ Alkmaar og á þar nokkra meistaratitla og bikarsigra að baki með sínum liðum. Hún var í hollenska landsliðinu sem lék á heimsmeistaramótinu í Kanada fyrir tveimur árum en lék ekki gegn Íslandi í vináttulandsleik þjóðanna fyrr í þessum mánuði.

mbl.is