Selfyssingar fá liðsauka

Einar Karl Þórhallsson stjórnarmaður Selfyssinga og Alexis Rossi við undirskriftina.
Einar Karl Þórhallsson stjórnarmaður Selfyssinga og Alexis Rossi við undirskriftina. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið til sín bandarískan varnarmann, Alexis Rossi, og hún hefur samið við félagið til tveggja ára. Þetta kemur fram á sunnlenska.is.

Rossi er 23 ára gömul og kemur frá Pinellas County United á Flórída og lék þar með liðinu í WPSL-deildinni, þeirri næstefstu í Bandaríkjunum. Áður spilaði hún með háskólaliði University of South Florida.

Fram kemur að hún hafi leikið æfingaleik með Selfossliðinu á dögunum og spilað þar bæði sem varnar- og sóknarmaður.

Selfoss féll úr úrvalsdeildinni síðasta haust og hefur keppni í 1. deild 13. maí með heimaleik gegn Þrótti úr Reykjavík.

mbl.is