Alltaf gaman að ná að skora mark

Katrín Ásbjörnsdóttir og félagar hennar hjá Stjörnunni höfðu betur gegn ...
Katrín Ásbjörnsdóttir og félagar hennar hjá Stjörnunni höfðu betur gegn Grindavík í dag. mbl.is/Golli

„Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri þar sem Grindavíkurliðið var vel skipulegt og spilaði þéttan varnarleik. Við erum sáttir með að hafa náð að skora fjögur mörk og ná í þrjú stig,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við mbl.is eftir 4:1-sigur liðsins gegn Grindavík í fimmtu umferð Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu í dag.

Katrín skoraði eitt marka Stjörnunnar í leiknum, en hún hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins í deildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnar. Stjarnan er á toppi deildarinnar með 13 stig og Katrín er ánægð með það hvernig Stjarnan hefur farið af stað á tímabilinu.

„Það er alltaf gaman að skora, en ég hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í þessum leik að mínu mati. Ég er ánægð með að hafa náð að byrja svona vel í markaskoruninni í sumar, en fyrst og fremst er ég að hugsa um að ná í sigra og vinna að því að berjast um þá titla sem í boði eru,“ sagði Katrín um spilamennsku sína í þessum leik og í upphafi sumarsins.

mbl.is