ÍBV vann annan leikinn í röð

ÍBV fær heimsókn frá FH í dag.
ÍBV fær heimsókn frá FH í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV og FH mættust í Pepsi-deild kvenna á Hásteinsvelli í dag en leikið var í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum.

Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir á 35. mínútu leiksins en þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörn FH-inga og kláraði færið virkilega vel.

Kristín Erna fékk tvö önnur dauðafæri í fyrri hálfleik en náði ekki að bæta við öðru marki þrátt fyrir virkilega góð færi.

Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað en það var ekki eitt einasta færi hjá hvorugu liðinu. Eins skemmtilegur og fyrri hálfleikurinn var þá var seinni hálfleikurinn mjög leiðinlegur.

ÍBV 1:0 FH opna loka
90. mín. Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV) á skot sem er varið
mbl.is