KR, Stjarnan og Valur komin með mótherja

KR-ingar halda til Finnlands.
KR-ingar halda til Finnlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú rétt í þessu var dregið í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu þar sem þrjú íslensk lið voru í pottinum.

Bikarmeistarar Vals voru í neðri styrkleikaflokki í drættinum og mæta Ventspils frá Lettlandi. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 29. júní næstkomandi og sá síðari á Valsvellinum þann 6. júlí.

KR var í efri styrkleikaflokki og mætir Seinäjoki frá Finnlandi, sem Íslandsmeistarar FH slógu út árið 2015. KR byrjar einnig einvígið á útivelli.

Stjarnan var sömuleiðis í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn og drógust Garðbæingar gegn Shamrock Rovers frá Írlandi. Stjarnan byrjar einvígið á heimavelli.

Sem fyrr segir fara leikirnir fram þann 29. júní og 6. júlí.

mbl.is