Valssigur í baráttuleik í Fossvoginum

Sigurður Egill Lárusson og Ívar Örn Jónsson í baráttunni.
Sigurður Egill Lárusson og Ívar Örn Jónsson í baráttunni. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og það segir talsvert að besta frammistaðan í leiknum var hjá varnarmönnum beggja liða. Bæði lið pressuðu talsvert hátt en sóknarmenn liðanna fengu ekki mikið pláss til að athafna sig á. 

Hvorugu liðinu tókst að skapa sér alvörufæri í fyrri hálfleiknum, sem var jafn og spennandi.

Í þeim síðari var það sama upp á teningnum og í þeim fyrri. Liðin voru þétt og pressuðu andstæðingana vel en bæði lið vantaði einhvern til að reka smiðshöggið á sóknirnar. Þegar hálftími var eftir af leiknum kom Andri Adolphsson inn á og skömmu síðar átti hann laglegan sprett upp kantinn og lagði upp mark á silfurfati fyrir Nicolas Bögild, sem skoraði af stuttu færi.

Víkingar reyndu að blása til sóknar en leikurinn hafði kostað þá mikla orku. Logi setti þá Veigar Pál inn á til að freista þess að jafna en allt kom fyrir ekki og Valsmenn lönduðu sterkum seiglusigri í Fossvoginum og styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar.

Víkingur R. 0:1 Valur opna loka
90. mín. Veigar Páll Gunnarsson (Víkingur R.) á skot sem er varið Veigar á skot af um 25 metra færi en laust og beint á Anton.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert