Góð stig í Kópavoginn

Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Breiðabliks hreinsar boltann fram í kvöld.
Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Breiðabliks hreinsar boltann fram í kvöld. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Breiðablik tók á móti Fjölni í 13. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld og endaði leikurinn 2:1. Blikar því komnir með 18 sitg en Fjölnir áfram með fimmtán. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Fyrri hálfleikurinn var markalaus og þó svo Blikar væru meira með boltann gekk þeim illa að skapa sér afgerandi færi.

Eftir hlé færðist meira fjör í leikinn. Martin Lund kom heimamönnum yfir á 53. mínútu með hnitmiðuðu skoti í netið hjá sínum gömlu félögum. Sjö mínútum síðar jafnaði Marcus Solberg með góðum skalla þar sem hann kastaði sér fram og skoraði. Á milli þessara marka hreinlega yfirspiluðu Blikar gesti sína, sem skutust í skyndisókn og jöfnuðu metin.

Martin var síðan aftur á ferðinni á 75. mínútu og var það mark keimlíkt því fyrra, Arnþór Ari sendi á Martin sem skoraði með notru skoti í bláhornið.

Breiðablik 2:1 Fjölnir opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er þrjár mínútur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert