Fyrsti leikur fyrirliðans í miðverði

Sindri Snær Magnússon
Sindri Snær Magnússon mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta er ógeðslega gaman. Maður vill fá að lyfta bikurum og fá að vera í fararbroddi fyrir þennan hóp er bara yndislegt. Gerir sigurinn bara enn sætari,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrir ÍBV, í samtali við mbl.is eftir að hafa veitt Borgunarbikarnum viðtöku á Laugardalsvelli í dag. 

ÍBV varð í dag bikarmeistari eftir 1:0 sigur á FH í úrslitaleiknum og karlalið ÍBV í fótbolta vann þar með sinn fyrsta stóra titil síðan 1998. „Alltaf er talað um að handboltinn sjái um titlana hjá ÍBV og í handboltanum sé verið að vinna hitt og þetta. Við samgleðjumst þeim alltaf en það var kominn tími á okkur.“

Sindri lék sem miðvörður í fimm manna varnarlínu ÍBV í dag og er það hans fyrsti heili leikur í þeirri stöðu í sumar. „Þetta er í fyrsta skipti í sumar sem ég spila heilan leik í þessari stöðu. Ég hef farið í þessa stöðu í korter til tuttugu mínútur í tveimur leikjum hingað til. Ég kann vel við mig. Ég fékk að vera hægra megin og gat tekið þátt í uppspilinu sem var aðallega í fyrri hálfleik því við lágum ansi aftarlega í síðari hálfleik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert