Fagnaðarlæti á bryggjunni í Eyjum

Leikmenn meistarflokks karla ÍBV fögnuðu með Eyjamönnum á bryggjunni í …
Leikmenn meistarflokks karla ÍBV fögnuðu með Eyjamönnum á bryggjunni í gær. Ljósmynd/Raggi Óla

Meistaraflokkur karla ÍBV varð bikarmeistari í gær og fengu strákarnir höfðinglegar móttökur þegar komið var með Herjólfi til Vestmannaeyja. „Þetta er einn af hátindunum á ferlinum, að vinna titil með uppeldisfélaginu sínu,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður ÍBV, í samtali við mbl.is.

Margmenni og flugeldasýning tók á móti Herjólfi í gær eins og sjá má í myndskeiði hér fyrir neðan.

Kláraði röddina í leiknum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, skoraði sigurmarkið í leiknum og var hann glaður í bragði en jafnframt rámur í röddu þegar blaðamaður heyrði í honum um hádegisbil. „Ég kláraði röddina reyndar í leiknum," segir hann og hlær. 

Hann segist hafa verið búinn að gera sér í hugarlund hvernig það væri að fá móttökur líkt og þær sem biðu þeirra á bryggjunni eftir að hafa fylgst með handboltaliði ÍBV sigla heim til Eyja eftir að orðið Íslandsmeistarar 2014. „En þetta var miklu betra og sætara en það,“ segir Gunnar Heiðar. 

Gunnar Heiðar og fyrirliðinn Sindri Snær með bikarinn langþráða.
Gunnar Heiðar og fyrirliðinn Sindri Snær með bikarinn langþráða. Ljósmynd/ Raggi Óla

Mun aldrei gleymast

„Við Vestmannaeyingar erum náttúrulega snillingar og þegar við komum svona saman gerist eitthvað frábært og fallegt og maður fann það í gær. Ég held þetta verði eitthvað sem maður mun aldrei gleyma,“ segir hann um móttökurnar í Eyjum. 

Gunnar Heiðar minnist einnig á hversu ánægður hann er með stuðningsmenn liðsins, en þeir létu vel í sér heyra í gær. „Ég held að áhorfendur fatti ekki hvað þetta gerir mikið fyrir okkur leikmennina inni á vellinum," segir hann.

Sighvatur Jónsson útbjó stutta bikarmynd í minningu um Steingrím Jóhannesson, sem varð Íslands- og bikarmeistari með ÍBV 1998, en þetta er fyrsti titill liðsins síðan þá. Móttökunnar á bryggjunni má sjá frá 5. mínútu í myndbandinu.

Ljósmynd/Raggi Óla
Það er ekki oft jafn mikil stemming í Herjólfi og …
Það er ekki oft jafn mikil stemming í Herjólfi og var í gær. Ljósmynd/Raggi Óla
Magnús Steindórsson og Kristján Georgsson knattspyrnuráðsmenn kampakátir með titilinn.
Magnús Steindórsson og Kristján Georgsson knattspyrnuráðsmenn kampakátir með titilinn. Ljósmynd/Raggi Óla
Ljósmynd/Raggi Óla
Ljósmynd/Raggi Óla
Ljósmynd/Raggi Óla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert