Fram vann Leikni í markaleik

Guðmundur Magnússon skoraði tvö í dag.
Guðmundur Magnússon skoraði tvö í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram hafði betur gegn Leikni F. á Laugardalsvelli í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í dag, 3:2. Fram vann þar með annan sigur sinn í síðustu þremur leikjum. 

Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 25. mínútu en Leiknismenn voru 2:1 yfir í hálfleik eftir að Jesus Suarez skoraði tvö mörk. Framarar skoruðu hins vegar tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks og tryggðu sér sigur. Guðmundur Magnússon jafnaði á 50. mínútu og Brynjar Kristmundsson skoraði sigurmarkið mínútu síðar. 

Fram er í áttunda sæti með 22 stig og Leiknir í 12. og neðsta sæti með aðeins sjö stig. 

mbl.is