Guðmunda kom Stjörnunni í bikarúrslit

Pála Marie Einarsdóttir með boltann í dag. Donna Key Henry ...
Pála Marie Einarsdóttir með boltann í dag. Donna Key Henry eltir hana. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Stjarnan lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í dag.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma, en það var Guðmunda Brynja Óladóttir sem tryggði Stjörnunni sigurinn með marki sínu í seinni hluta framlengingarinnar.

Stjarnan mætir ÍBV í bikarúrslitum, en Eyjakonur höfðu betur gegn Grindavík eftir vítaspyrnukeppni í hinum undanúrslitaleiknum í Vestmannaeyjum fyrr í dag.

Stjarnan 1:0 Valur opna loka
120. mín. Leik lokið Leik lokið með 1:0-sigri Stjörnunnar sem mætir ÍBV í bikarúrslitum.
mbl.is