Loksins titill eftir 13 ár í Eyjum

Matt Garner í leik með Eyjamönnum.
Matt Garner í leik með Eyjamönnum. mbl.is/Árni Sæberg

Englendingurinn Matt Garner hefur búið í Vestmannaeyjum frá árinu 2004. Eftir langan feril með ÍBV fékk hann loks að lyfta bikar á laugardaginn. „Þetta er stórt enda vill maður vinna eitthvað á ferlinum. Þetta er stórkostlegt. Við vorum nálægt Íslandsmeistaratitli undir stjórn Heimis Hallgrímssonar á sínum tíma en fyrir mann á mínum aldri er frábært að ná að klára dæmið,“ sagði Garner þegar Morgunblaðið tók hann tali.

Garner er 33 ára og ætti því að eiga einhver ár eftir á vellinum, en honum tókst að verða leikfær á ný eftir að hafa fótbrotnað undir lok tímabilsins 2014.

„Já, meiðslin voru alvarleg. Um tíma var ekki ljóst hvort ég gæti leikið knattspyrnu á nýjan leik. Á síðasta tímabili spilaði ég með KFS og það hjálpaði mér mjög mikið enda spilaði ég 90 mínútur í flestum leikjum. Mig langaði til að láta reyna á það þetta tímabilið hvort ég gæti spilað aftur í efstu deild og það hefur gengið nokkuð vel. Skrúfur halda beininu saman í fætinum og fyrst það angrar mig ekki get ég spilað,“ sagði bakvörðurinn Matt Garner. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert