Þrír hjá Víkingi í banni gegn Fjölni

Vladimir Tufegdzic verður ekki með Víkingi gegn Fjölni.
Vladimir Tufegdzic verður ekki með Víkingi gegn Fjölni. Ófeigur Lýðsson

Vladimir Tufegdzic, Milos Ozegovic og Arnþór Ingi Kristinsson verða ekki með Víkingi R. gegn Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á sunnudaginn kemur þar sem þeir voru úrskurðaðir í leikbann í dag. 

Arnþór og Ozegovic hafa báðir fengið sjö gul spjöld á leiktíðinni sem þýðir eins leiks bann og Tufegdzic fékk rautt spjald gegn KA í síðustu umferð. 

Kwame Quee og Gunnlaugur Hlynur Birgisson, leikmenn Víkings Ó., verða ekki með gegn KA á sunnudaginn kemur. Gunnlaugur var úrskurðaður í leikbann þar sem hann hefur fengið fjögur gul spjöld á leiktíðinni og Quee fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn ÍBV. 

Gísli Eyjólfsson verður ekki með Breiðabliki gegn ÍA vegna fjögurra áminninga og Sam Hewson verður ekki með Grindavík gegn KR vegna sjö áminninga. 

mbl.is