Fanndís gengin í raðir Marseille

Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á EM.
Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á EM. AFP

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks og landsliðskona í knattspyrnu, er gengin í raðir franska liðsins Marseille.

Marseille hafnaði í fjórða sæti í efstu deild Frakklands á síðasta tímabili, en deildin hefst á ný nú í byrjun september og heldur Fanndís strax út til móts við liðið.

Fanndís hefur leikið allan sinn feril hér á landi með Breiðabliki, en hún reyndi einnig fyrir sér í atvinnumennsku í Noregi hjá Kolbotn og Arna-Bjørnar. 

Fanndís á að baki 173 leiki í efstu deild með Breiðabliki og hefur í þeim skorað 97 mörk. Þá hefur hún skorað 11 mörk í 87 A-landsleikjum.

mbl.is