HK/Víkingur og Selfoss í efstu deild

HK/Víkingur með bikarinn eftir sigur í 1. deild kvenna í …
HK/Víkingur með bikarinn eftir sigur í 1. deild kvenna í dag. mbl.is/Golli

Lokaumferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu fór fram í dag og tryggðu HK/Víkingur og Selfoss sér sæti í efstu deild að ári.

Þau mættust einmitt í lokaumferðinni þar sem HK/Víkingur vann 1:0-sigur með marki Milena Pesic, en HK/Víkingur vann deildina með 39 stig í 18 leikjum. Selfoss hlaut 36 stig eins og Þróttur R., en Selfoss var með betri markatölu.

Selfoss endurheimtir því sæti sitt strax eftir eitt ár í 1. deild, en HK/Víkingur spilaði síðast í efstu deild sumarið 2013. Það kemur í hlut Tindastóls og Víkings Ó. að falla niður í aðra deild. Þeirra sæti taka Afturelding/Fram og Fjölnir.

Lokastaðan: HK/Víkingur 39, Selfoss 36, Þróttur R., 36, Keflavík 33, ÍA 27, ÍR 27, Sindri 22, Hamrarnir 17, Víkingur Ó. 11, Tindastóll 8.

HK/Víkingur fagnar sætinu í efstu deild í dag.
HK/Víkingur fagnar sætinu í efstu deild í dag. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert