Uppselt á landsleikinn

Íslensku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir sigurinn gegn Úkraínu fyrir ...
Íslensku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir sigurinn gegn Úkraínu fyrir viku síðan. mbl.is/Golli

Uppselt er á leik Íslands og Kosóvó í undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum þann 9. október.

Miðasala á leikinn hófst klukkan 12 á hádegi og seldust miðarnir upp á skömmum tíma. Fleiri miðar voru til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins heldur en vanalega því afar fáir stuðningsmenn Kosóvó verða á leiknum.

Leikurinn gegn Kosóvó verður lokaleikur Íslands í riðlakeppninni en Íslendingar etja næst kappi við Tyrki og fer sá leikur fram í Tyrklandi föstudaginn 6. október.mbl.is