Eyjamenn úr fallsætinu

Shabab Zahedi í þann veginn að skora fyrir ÍBV gegn ...
Shabab Zahedi í þann veginn að skora fyrir ÍBV gegn Grindavík í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði Grindavík með tveimur mörkum gegn einu í miklum rokleik á Hásteinsvelli í kvöld. Stigin eru virkilega mikilvæg fyrir Eyjamenn sem lyfta sér upp úr fallsæti með sigrinum.

Þeir eru nú með 22 stig og eru komnir uppfyrir Fjölni og Víking frá Ólafsvík sem eru með 21 og 20 stig en Ólafsvíkingar sækja Stjörnuna heim í kvöld. Grindavík er áfram með 25 stig og sígur niður í sjötta sætið. 

ÍBV lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Shahab Zhaedi en hann nýtti sín færi frábærlega. Fyrra markið gerði hann eftir aðeins 57 sekúndur og bætti öðru við á 33. mínútu.

Andri Rúnar lagaði stöðuna fyrir Grindvíkinga í seinni hálfleik, á 76. mínútu og skoraði þar sitt 16. mark í deildinni í ár en nær komust þeir ekki.

ÍBV 2:1 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið +4. Grunnurinn að sigrinum lagður í fyrri hálfleik. Kristján Guðmunds fagnar vel og innilega þegar dómarinn flautar af.
mbl.is